34. fundur
fjárlaganefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 18. janúar 2023 kl. 09:00


Mætt:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) formaður, kl. 09:00
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:00
Dagbjört Hákonardóttir (DagH), kl. 09:00
Stefán Vagn Stefánsson (SVS), kl. 09:00
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:00

Haraldur Benediktsson boðaði forföll vegna veikinda. Vilhjálmur Árnason var fjarverandi vegna starfa á vegum Alþingis.

Nefndarritari: Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Stefnan í lánamálum ríkisins árin 2023-2027 Kl. 09:00
Til fundarins komu Esther Finnbogadóttir og Högni Haraldsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þau kynntu stefnu í lánamálum ríkisins 2023-2027 og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni hennar.

2) Eftirlit með framkvæmd fjárlaga 2022 Kl. 10:27
Til fundarins komu Bergþóra Þorkelsdóttir, Guðmundur Valur Guðmundsson og Helgi Gunnarsson frá Vegagerðinni. Þau kynntu framkvæmdir og viðhaldsframkvæmdir Vegagerðarinnar, stöðu fjárheimilda o.fl. og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Samþykkt var skv. 1. mgr. 24. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis, sbr. 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá dómsmálaráðuneytinu um tiltekna þætti í kirkjujarðasamkomulaginu.

3) Önnur mál Kl. 11:49
Fleira var ekki gert.

4) Fundargerð Kl. 11:50
Fundargerð 33. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:51